top of page

Lausnarmótið

team brainstorm meeting

Vertu hluti af Lausnarmóti Heilsutækniklasans og mótaðu nýjungar á sviði heilsutækni með skapandi fólki.

Lausnarmótið er lengri útgáfa af hakkaþoni sem stendur yfir frá janúar til maí 2023. Unnið er í 5 mánuði með sérfræðingum samstarfsaðila okkar til að þátttakendur fái sem mesta og besta aðstoð við þróun lausnar sinnar.

Hér fyrir neðan má finna áskoranir samstarfsaðila okkar fyrir Lausnarmótið 2023.

Umsóknarfrestur var til 15. janúar 2023 og stefnt er að því að ljúka vali á þátttakendum fyrir lok janúar.

Áskoranir fyrir Lausnarmótið 2023

Samstarfsaðilar Lausnarmóts Heilsutækniklasans taka saman áskoranir fyrir hvert Lausnarmót með það að markmiði að búa til notendamiðaðar heilbrigðislausnir með hugsun, ferlum og aðferðum nýsköpunar.

 

Samstarfsaðilar velja þátttakendur sem sækja um að leysa þær áskoranir sem lagðar eru fram. Hver áskorun á sinn ábyrgðaraðila og tengilið og þátttakendur Lausnarmótsins vinna með sérfræðingum samstarfsaðila okkar til að fá sem mesta og besta aðstoð við þróun lausnar sinnar.

 

Áskoranir frá Landspítala

Landspítali leggur áherslu á vinnslu lausna sem nýta snjalltækni í meðhöndlun sjúklinga, notkun sýndarveruleika, nota sýndarummönnum (e. virtual care) til að létta á álagi inni á spítölum með heimaþjónustu og notkun gervigreindar (AI) til að vinna hraðar úr upplýsingum og fá betri spálíkön hvort sem varðar greiningar notkun greininga eða spár í almenna vinnu á spítölum og í sérstökum sjúkdómum. 

Röntgen/myndgreining

Bestunar möguleikar á tækjanotkun á myndgreiningardeild, svo sem tölvusneiðmyndatæki og segulómtæki . Röðun í rannsóknir eftir bráðleika og hvort sjúklingar koma brátt eða í tímaröðun.

Afbókanir á göngudeildum

Líkur á afbókunum á geðdeild. Tengt aldri, dagsetningu tímabókunar, meðferð, sjúklingahóp, sjúkdómsgreiningu, ytri áhrifum (veðurfars) eða samþættingu alls þessa.

Staðsetningalausnir

Möguleikar í nýtingu staðsetningalausna í klínísku starfi og rekstri stoðdeildar LSH.

Þetta á við RFID, Bluetooth, Infrared eða Wifi lausnir sem geta tryggt rekjanleika og sjálfvirknivæðingu ferla LSH. 

Sýndarveruleiki  
“Virtual reading room”

Innleiða þrívíddarplatform til að birta sjúkraskrá gögn í sýndarveruleika, til dæmis Heilsugátt og Röntgen myndir. 

Vegvísir fyrir gesti Landspítala

Vegvísir fyrir skjólstæðinga og aðra gesti spítalans til að rata betur um spítala. Tengja við sjúklinga app Landspítala.

Spálíkön og notkun gervigreindar

Birta og spá fyrir um meðalbiðtíma hverrar sérgreinar frá afgreiðslu tilvísunar til komutíma sjúklings á spítalann. Nýta gögnin til upplýstrar „data-driven“ ákvarðanatöku og auka gagnsæi.

Áskoranir frá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins stendur frammi fyrir fjölmörgum og fjölbreyttum áskorunum, bæði fyrir ytri vefi og innra starf heilsugæslunnar.

Inflúensan – áhættuhópar yngri en 60 ára

Í dag á allskonar excel skjölum en það þyrfti að vera hægt að draga þessa hópa fram í kerfinu og senda þeim sms með strikamerki.

Heilsuvera ytri vefur – Áhrifaþættir á heilsu

Sjálfsmat þar sem fólk getur sett inn sínar upplýsingar. Seinni tíma verkefni að bjóða upp á að senda niðurstöður inn á mínar síður og í sjúkraskrá.

Þvagfærasýkingar/Klamedía á læstu vefsvæði skjólstæðings

Sambærilegt og norska módelið. 

Allar upplýsingar um einkenni og fyrri sögu berast til læknis sem getur auðveldlega valið um:

a) lyf   b) sýnataka   c) annað

Stöðumat fyrir heimahjúkrun

Síða sem les raungögn heimahjúkrunar upp úr teymisbókum, stika og fleiri gagnagrunnum. Markmiðið er að hafa yfirlit yfir stöðu heimahjúkrunar í rauntíma,fjölda sjúklinga, þyngd, gæðastaðla.

ADHD - skimanir og ferli

Í dag eru skimunarlistar fylltir út í excel, síðan gerð tilvísun og eftir tilvísun tekur við annað ferli með spurningum til aðstandenda og fleiri. Nýta tæknina og gervigreind til að létta undir.

Áskoranir frá Landlækni

Áskoranir og áherslur frá embætti landlæknis.

Birting samtengdrar sjúkraskrár

Lausn til birtingar sjúkraskrár sem gerir heilbrigðisstarfsfólki kleift að fá skjóta yfirsýn yfir upplýsingar úr sjúkrarskrá skjólstæðings. Virkni sem flýtir fyrir vinnu og eykur gæði þjónustunnar.

Opinn flokkur 
 

Við tökum á móti hugmyndum og tillögum sem ekki falla að öðrum áskorunum en eru líklegar til þess auka hagræði, bæta þjónustu og bæta starfsaðstöðu innan heilbrigðiskerfisins.

Samstarfsaðilar

Landspitali logo
Landlæknir transparent_edited_edited.png
heilsugæslan logo
Háskóli Íslands logo

Einstakur viðburður

Lausnarmótið er lengri útgáfa af hakkaþoni sem stendur yfir frá janúar til maí. Uppskeruhátíð Lausnarmótsins fer svo fram samhliða Nýsköpunarvikunni

22.-26. maí 2023.

 

Unnið er með sérfræðingum samstarfsaðila okkar til að þátttekendur fái sem mesta og besta aðstoð við þróun lausnar sinnar. 

 

Markmiðið

Er að búa til notendamiðaðar heilbrigðislausnir með hugsun, ferlum og aðferðum nýsköpunar.

 

Samstarfsaðilar velja þátttakendur sem sækja um að leysa þær áskoranir sem lagðar eru fram. Það er svo samstarfsaðilanna að velja hvort þeir vilja fjárfesta í lausninni við lok Lausnarmótsins í formi áframhaldandi þróunar eða með beinu fjárframlagi.

Fyrri áskoranir/verkefni

Frá Landlækni:

Lausn til birtingar á upplýsingum um áfanga í  þroska ungbarna.

Lausn um birtingu heilla sjúkraskráa fyrir lækna og starfsfólk.

Frá Landspítala:

Lausn fyrir sjúklinga með átraskanir, einstaklings og persónumiðuð þjónusta.

Lausn sem sýnir áætlaða bið á biðstofum LSH

Frá Heilsugæslunni:

Lausn fyrir rafræna sálfræðimeðferð sem fer fram í öruggu umhverfi

Lausn þar sem hægt er að skrá svefnvenjur með auðveldum hætti.

"Þátttaka okkar í Lausnarmótinu opnaði leiðir fyrir okkur til að prófa sannreyndar lausnir okkar undir vökulu auga sérfræðinga Landspítalans. Við hvetjum alla til að skoða þátttöku í Lausnarmótinu sem vinna í heilbrigðismálum"

Helgi S. Karlsson

meðstofnandi Beanfee ehf.

bottom of page