Lausnarmótið

Vertu hluti af Lausnarmóti Heilsutækniklasans og mótaðu nýjungar á sviði heilsutækni með skapandi fólki.
Lausnarmótið er lengri útgáfa af hakkaþoni sem stendur yfir frá janúar til maí 2023. Unnið er í 5 mánuði með sérfræðingum samstarfsaðila okkar til að þátttakendur fái sem mesta og besta aðstoð við þróun lausnar sinnar.
Hér fyrir neðan má finna áskoranir samstarfsaðila okkar fyrir Lausnarmótið 2023.
Umsóknarfrestur var til 15. janúar 2023 og stefnt er að því að ljúka vali á þátttakendum fyrir lok janúar.
Áskoranir fyrir Lausnarmótið 2023
Samstarfsaðilar Lausnarmóts Heilsutækniklasans taka saman áskoranir fyrir hvert Lausnarmót með það að markmiði að búa til notendamiðaðar heilbrigðislausnir með hugsun, ferlum og aðferðum nýsköpunar.
Samstarfsaðilar velja þátttakendur sem sækja um að leysa þær áskoranir sem lagðar eru fram. Hver áskorun á sinn ábyrgðaraðila og tengilið og þátttakendur Lausnarmótsins vinna með sérfræðingum samstarfsaðila okkar til að fá sem mesta og besta aðstoð við þróun lausnar sinnar.
Áskoranir frá Landspítala
Landspítali leggur áherslu á vinnslu lausna sem nýta snjalltækni í meðhöndlun sjúklinga, notkun sýndarveruleika, nota sýndarummönnum (e. virtual care) til að létta á álagi inni á spítölum með heimaþjónustu og notkun gervigreindar (AI) til að vinna hraðar úr upplýsingum og fá betri spálíkön hvort sem varðar greiningar notkun greininga eða spár í almenna vinnu á spítölum og í sérstökum sjúkdómum.
Áskoranir frá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins
Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins stendur frammi fyrir fjölmörgum og fjölbreyttum áskorunum, bæði fyrir ytri vefi og innra starf heilsugæslunnar.
Áskoranir frá Landlækni
Áskoranir og áherslur frá embætti landlæknis.
Samstarfsaðilar




Einstakur viðburður
Lausnarmótið er lengri útgáfa af hakkaþoni sem stendur yfir frá janúar til maí. Uppskeruhátíð Lausnarmótsins fer svo fram samhliða Nýsköpunarvikunni
22.-26. maí 2023.
Unnið er með sérfræðingum samstarfsaðila okkar til að þátttekendur fái sem mesta og besta aðstoð við þróun lausnar sinnar.
Markmiðið
Er að búa til notendamiðaðar heilbrigðislausnir með hugsun, ferlum og aðferðum nýsköpunar.
Samstarfsaðilar velja þátttakendur sem sækja um að leysa þær áskoranir sem lagðar eru fram. Það er svo samstarfsaðilanna að velja hvort þeir vilja fjárfesta í lausninni við lok Lausnarmótsins í formi áframhaldandi þróunar eða með beinu fjárframlagi.
Fyrri áskoranir/verkefni
Frá Landlækni:
Lausn til birtingar á upplýsingum um áfanga í þroska ungbarna.
Lausn um birtingu heilla sjúkraskráa fyrir lækna og starfsfólk.
Frá Landspítala:
Lausn fyrir sjúklinga með átraskanir, einstaklings og persónumiðuð þjónusta.
Lausn sem sýnir áætlaða bið á biðstofum LSH
Frá Heilsugæslunni:
Lausn fyrir rafræna sálfræðimeðferð sem fer fram í öruggu umhverfi
Lausn þar sem hægt er að skrá svefnvenjur með auðveldum hætti.