top of page
Screen Shot 2022-02-25 at 11.33.31.png

Um okkur

Heilsutækniklasinn er vettvangur til að auka nýsköpun og almennt samstarf í íslenskum heilbrigðismálum á sviði heilsu- og líftækni, þar sem ólíkir aðilar vinna saman að framgangi nýrrar tækni og lausna fyrir samfélagið.

Heilsutækniklasinn er heimili Lausnarmóts í heilsutækni, verkefnamiðaðs samstarfsvettvangs þroskaðra stofnanna og fyrirtækja við frumkvöðla, sprota og nýsköpunarfyrirtæki með það að markmiði að búa til lausnir fyrir starfsemi viðkomandi fyrirtækja og stofnanna.

Hvað gerum við?

Heilsutækniklasinn stendur fyrir mánaðarlegum fundum til að efla tengsl og samstarf fyrirtækja og stofnanna í heilsu- og líftækni. Markmið Heilsutækniklasans er að halda merkjum nýsköpunar innan sviðsins á lofti, auka nýliðun í geiranum og auka almenna þekkingu og áhuga á starfseminni.

Heilsutækniklasinn er líka tengipunktur við aðra klasa og alþjóðasamstarf, með sérstaka áherslu á Norðurlöndin. Við miðlum og tökum beinan þátt í áhugaverðum alþjóðlegum viðburðum, svo sem ráðstefnum, málþingum, sýningum og samkeppnum er tengjast heilsu- og líftækni.

Screen Shot 2022-02-25 at 11.48.32.png

Fyrir samfélagið

Allir sem starfa innan heilsu- og líftækni sem og geirum tengdum heilsu- og líftækni eiga erindi við starfsemi klasans. 

 

Starfsemi Heilsutækniklasans er fyrir samfélagið allt, allir sem vinna að málefnum betri þjónustu í heilsu, bæði tæknilausna sem og annara lausna, eiga erindi við Heilsutækniklasann. Gestir okkar geta verið erlendir sem og innlendir hagaðilar, notendur þjónustu, meðlimir klasans og styrktaraðilar.

 

Aðilar sem geta fengið aðild að Klasanum eru þeir hagaðilar sem með beinum eða óbeinum hætti geta og vilja hafa áhrif á framþróun nýsköpunar í heilsu- og líftækni.

Stórfyrirtæki og stofnanir

Geta látið gott af sér leiða til nýsköpunarumhverfisins og fengið til baka frá því í formi reynslu, tengsla og þekkingar svo fátt eitt sé nefnt. 

Geta tengst frumkvöðlum og sprotum, deilt reynslu sinni og lært nýjungar.

Geta deilt þekkingu sinni og reynslu á viðburðum á vegum heilsutækniklasans.

Geta eflt erlent tengslanet sitt með þátttöku á viðburðum sem klasinn hefur beina og óbeina aðkomu að.

Geta sýnt samfélagslega ábyrgð með því að styðja við nýsköpun.

Vaxandi fyrirtæki

Geta látið gott af sér leiða til nýsköpunarumhverfisins og fengið til baka frá því, geta tengst frumkvöðlum og sprotum, geta með beinum hætti tekið þátt í viðburðum Klasans, kynnt sig og sínar vörur/þjónustu.

Geta styrkt erlent tengslanet sitt með þátttöku í viðburðum sem klasinn hefur beina þátttöku í.

Geta aukið nýsköpun á Íslandi með þátttöku í starfsemi klasans og þ.a.l aukið vitneskju almennings um mikilvægi nýsköpunar í heilbrigðismálum.

Sprotar og frumkvöðlar

Geta tengst fyrirtækjum í rekstri á Íslandi og eflt tengslanet sitt. 

Geta mögulega stytt þróun sína með réttum tengslum innanlands sem og erlendis.

Geta tekið þátt í ráðstefnum og viðburðum erlendis þar sem klasinn hefur beina þátttöku.

Teymið

Að baki Heilsutækniklasanum standa reynslumiklir einstaklingar sem hafa brennandi áhuga á nýsköpun og framþróun heilbrigðismála.

Freyr Hólm Ketilsson er framkvæmdastjóri Klasans, hann er reynslumikill á sviði nýsköpunar, hefur sett upp mörg verkefni og sprota í gegnum tíðina, nánari upplýsingar um Frey mé finna hér á LinkedIn.

freyr_ketilsson_1_litur.jpg

Freyr Hólm Ketilsson

Framkvæmdastjóri

HTK_cross-01.jpg

Við leitum að verkefnastjóra

Teymið
bottom of page