Heilsutækniklasinn
Heilsutækniklasinn er samstarfsvettvangur í heilsu- og líftækni á Íslandi.
Markmið Heilsutækniklasans eru að: Auka nýsköpun og nýliðun í heilsu- og líftækni. Fjölga innleiddum þjónustumiðuðum persónulegum lausnum fyrir skjólstæðinga með skilvirkni og hagkvæmni kerfisins í huga. Fjölga þeim aðilum sem starfa við nýsköpum í greininni og auka aðþjóðasamstarf.
Starfsemi Heilsutækniklasans
Heilsutækniklasinn stendur fyrir mánaðarlegum fundum fyrir aðildarfélaga sína og aðra áhugasama gesti. Hver fundur er tileinkaður tilteknu málefni sem snertir heilsu- og líftæknigeirann á einn eða annan hátt. Ráðgjafaráð Heilsutækniklasans velur málefni hvers fundar og hefur yfirumsjón með dagskrá hvers starfsárs.
Heilsutækniklasinn er tengipunktur aðildarfélaga sinna við aðra klasa og alþjóðasamstarf á sviði heilsu- og líftækni, með sérstaka áherslu á Norðurlöndin. Við miðlum og tökum beinan þátt í áhugaverðum alþjóðlegum viðburðum, svo sem ráðstefnum, málþingum, sýningum og samkeppnum er tengjast heilsu- og líftækni.