top of page

Morgunfundur 11. janúar: Bætt lýðheilsa og kynning á skýrslu

Við minnum á málefnafundinn 11. janúar. Skráning fer fram hérna. Við hvetjum ykkur til að láta aðra vita af fundinum. Öll áhugasöm eru velkomin.


Þema fundarins er bætt lýðheilsa og eftir stuttan inngang frá lýðheilsusviði embættis landlæknis verður spjallborð með fulltrúum aðildarfélaga sem ræða sín á milli þá fjölbreyttu nálgun sem nýsköpun getur haft á bætta lýðheilsu.


Auk þess verður kynnt ný skýrsla um heilsu- og líftækni á Íslandi. Aton.JL hefur síðustu mánuði unnið að gerð skýrslunnar fyrir hönd Heilsutækniklasans. Húsið opnar kl. 08:15 með morgunmat og kaffi. Fundurinn hefst síðan stundvíslega kl. 08:45. Dagskrá: 08:15 Hús opnar 08:45 Velkomin 08:50 Embætti landlæknis - lýðheilsusvið 09:00 „Hvernig leiðir nýsköpun í heilsu- og líftækni til bættrar lýðheilsu?“ Spjallborð með fulltrúum frá Mín líðan, Proency, Beanfee og Florealis 09:30 Kynning á skýrslu um heilsu- og líftækni á Íslandi 09:50 Lokaorð


Hlökkum til að sjá ykkur!

bottom of page