top of page

14th Healthcare Innovation World Cup® at MEDICA

Úrslitin í 14. Healthcare Innovation World Cup 2022 voru gerð opinber við athöfn á Medica ráðstefnunni í Düsseldorf 14. nóvember. 12 efstu þátttakendurnir kynntu lausnir sínar á sviði fyrir framan dómnefnd og áhorfendum, í kjölfarið hlutu 3 efstu þátttakendurnir viðurkenningar á verðlaunaafhendingunni.

  1. Viewmind - Með aðstoð gervigreindar mælir Viewmind augnhreyfingamynstur og fær þar með nákvæma greiningu á ýmsum taugahrörnunarsjúkdómum, eins og t.d. alzheimers. https://www.viewmind.com/

  2. MobileODT - Stafrænn smá-leggangaspegill knúinn af gervigreind og með fjarheilbrigðisgetu. https://www.mobileodt.com/

  3. Wheelstair - Tæki sem gerir notendum hjólastóla kleift að sigrast sjálfstætt á hindrunum í manngerðu umhverfi. https://wheelstair.com/



15th Healthcare Innovation World Cup® 2023


Healthcare Innovation World Cup® leitar að næstu kynslóð snjallra heilbrigðislausna, klæðanlegs lækningabúnaðar, stafrænna lífmerkja, rafbúnaðar, snjallra plástra, og fleira. Frumkvöðlar á sviði heilsu- og líftækni eru hvattir til þess að taka þátt, en þegar hefur verið opnað fyrir umsóknir fyrir 15. Healthcare Innovation World Cup 2023.


Við hvetjum félaga okkar í Heilsutækniklasanum til að skoða þátttöku á næsta ári. Þátttaka er gjaldfrjáls en það er til mikils að vinna.


bottom of page