top of page

Verkefni Lausnarmótsins 2023 kynnt á Nýsköpunarvikunni


Á Lausnarmótinu 2023 voru sex verkefni sem tóku þátt og kynntu þau verkefni sín nú í upphafi Nýsköpunarvikunnar.

Sex verkefni Lausnarmótsins 2023 voru kynnt á Nýsköpunarvikunni. Verkefnin eiga það öll sameiginlegt að vera raf/stafræn. Að einhverju eða öllu leyti fela þau í sér hagræðingu bæði fyrir stofnun sem og skjólstæðing, sem er eitt af lykil markmiðunum að lausnirnar séu notendavænar.


Fyrirtækið Datalab vann verkefni með Landspítalanum, en það fjallar um afbókarnir á göngudeildum Landspítalans. Spálíkan segir til um líkur þess að ákveðnir tímar falli niður sem og að finna þá skjólstæðinga sem líklegastir eru til þess að afbóka tímana sína.

Verkefni tvö er samstarfsverkefni Landspítalans og Origo þar sem RFID og snjalltækni eru notuð til að staðsetja ýmsan búnað Landspítalans, þar eru endapunktar þráðlausa netsins nýttir til að auðkenna og finna búnaðinn. Dicino vann með Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins að því markmiði að sjálfvirknivæða sérfræðiviðtöl með gervigreind, þar sem gervigreind er notuð til að aðstoða starfsfólk við forgreiningar í gegnum Heilsuveru.

Proency vann með Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins í verkefni sem snerist um að setja ýmsa spurningarlista fyrir hugrænar atferlismerðferðir á stafrænt form, þannig að hljótist hagræði fyrir stofnunina og þægindi fyrir skjólstæðinga.

Leviosa og Data Dwell unnu bæði að verkefni fyrir embætti Landlæknis þar sem markmiðið er að setja fram á eins þægilegan hátt og kostur er sjúkraskrár til þess að læknir geti með einföldum hætti og með notendavænu viðmóti séð lykilatriði flókinnar sjúkraskrár á svipstundu.


Öll þessi verkefni hafa verið í vinnslu síðan í janúar og gladdi það viðstadda að sjá hversu vel hefur til tekist í samstarfi milli þessara aðila og hversu langt verkefnin eru á veg komin. Það verður því afskaplega áhugavert að fylgjast með áframhaldandi þróun verkefnanna og í framhaldi vonandi innleiðingu þeirra í starfsemi viðkomandi stofnana.


Lausnarmót Heilsutækniklasans fer af stað aftur í haust og er aðilum bent á að hafa samband við skrifstofu klasans hér ef áhugi er á því að bætast við í hóp ánægðra samstarfsaðila.

Commenti


bottom of page