top of page

Samtal og samvinna opinbera geirans og einkaaðila mikilvæg

Við þökkum þeim sem komu og tóku þátt í málefnafundi nóvermbermánaðar með okkur í dag. Umfjöllunarefnið var samvinna hins opinbera og einkaaðila og fengum við dæmi um vel heppnað samstarf Sjónlags við Heilbrigðisstofnun Suðurlands í þjónustu við íbúa í Vestmannaeyjum, kynningu á niðurstöðum umfangsmikillar skýrslu um greiningu framtíðarþróunnar Landspítala - þá sér í lagi þeim tækifærum sem í henni felast, og kynningu á því hvernig embætti landlæknis vinnur með utanaðkomandi aðilum. Fundinum lauk á pallborðsumræðu þar sem áhorfendum í sal bauðst að leggja fram sínar spurningar.


Það er eitt af lykilmarkmiðum Heilsutækniklasans að efla og auka nýsköpun og almennt samstarf í íslenskum heilbrigðismálum á sviði heilsu- og líftækni, þar sem ólíkir aðilar vinna saman að framgangi nýrrar tækni og lausna fyrir samfélagið. Það mátti ekki heyra annað á fundagestum og þeim sem fluttu erindi og sátu í pallborði að þau væru sammála um mikilvægi þessa.


Fundurinn var vel sóttur og gefur góðan tón fyrir starfsemi vetrarins. Hlökkum til að sjá ykkur á næsta málefnafundi!
コメント


bottom of page