top of page

Occulis sækir meira hlutafé

Viðskiptablaðið birti fyrr í mánuðinum frétt af því að íslenska augnlyfjaþróunarfélagið Oculis, sem er einn af stofnaðilum Heilsutækniklasans, hafi sótt tvo milljarða króna í nýtt hlutafé frá innlendum og erlendum fjárfestum til viðbótar við áður kynnta fjármögnun í aðdraganda skráningar á markað.


Fjármagnið bætist við 11,5 milljarða fjármögnun sem félagið tilkynnti um í október. Til stendur að skrá Oculis í Nasdaq kauphöllina í Bandaríkjunum í gegnum samruna við sérhæfða yfirtökufélagið (e. SPAC) European Biotech Acquisition Corp (EBAC) sem leggur þar að auki til allt að 127,5 milljónir dollara.


Það lyf sem lengst er komið í þróun hjá Oculis, OCS-01, byggir á einkaleyfavarinni tækni, sem gerir mögulegt að meðhöndla sjúkdóma í afturhluta augans með augndropum. OCS-01 er í dag í alþjóðlegum fasa 3 klínískum prófunum til meðhöndlunar á sjónhimnubjúg í sykursýki og gæti orðið fyrsta lyfið í formi augndropa til meðhöndlunar á sjúkdóm í afturhluta augans.


Sjá nánar á vef Viðskiptablaðsins.

Comments


bottom of page