top of page

Leviosa sproti til að fylgjast með á árinu 2023

Leviosa er á lista EU-Startups yfir 10 framúrskarandi íslenska sprota til að fylgjast með á árinu 2023.


Leviosa hefur það að markmiði að einfalda dagleg störf heilbrigðisstarfsfólks, sem starfa undir miklu álagi. Heilbrigðisstarfsmenn verja í dag allt að 70% af sínum vinnudegi fyrir framan tölvuskjáinn að skrá upplýsingar, gera beiðnir, skrifa vottorð og sinna almennri sjúkraskráningarvinnu. Leviosa hefur á síðustu tveimur árum þróað nýja og nútímalega nálgun við sjúkraskráningu, en Leviosa er stofnað af læknum sem hafa áralanga reynslu af vinnu á bráðamóttöku. Markmið Leviosa er að stytta þennan skráningartíma og bjóða lausn sem ýtir undir skilvirkni og bætta þjónustu.


Aðrir sprotar á listanum starfa á sviði sjálfbærni, stefnumóta-smáforrita, fjártækni, hótelgeirans, rafskútuleigu, SaaS fyrir lyfjaiðnaðinn, matartækni, sjávarútvegsins, teymisvinnu og gagnagreiningar.



Comments


bottom of page