top of page

Fréttir af fjárfestingu og fjármögnun í heilsu- og líftækni

Nox Health fær erlenda fjárfestingu

Nox Health, eitt stærsta fyrirtæki heims í svefnheilsugeiranum og íslenskt þekkingar- og nýsköpunarfyrirtæki, tilkynnti nýlega um fjárfestingu frá Vestar Capital Partners, bandarísks fjáfestingasjóðs. Fjárfestingin mun flýta fyrir þróun svefngreiningartækni og -þjónustu og innleiðingu þeirrar heildarlausnar sem Nox Health býður upp á. Markmið Nox Health er að bæta heilsu fólks í gegnum betri svefn. Notendur lausna Nox Health eru nú yfir 3 milljónir árlega, í 50 löndum. Fyrirtækið er með starfstöðvar í Reykjavík, Atlanta og Denver. Sjá nánar í frétt á vef Northstack.


Arctic Therapeutics fær fjármögnun frá ný­sköp­un­ar­sjóði Evr­ópu­sam­bands­ins

The Europe­an Innovati­on Council (EIC), nýsköpunarsjóður Evrópusambandsins, hefur veitt íslenska erfða- og líf­tæknifyr­ir­tækinu Arctic Therapeutics fjármögnun upp á 12,5 millj­óna evra eða 1,9 millj­arða íslenskra króna. Þetta er stærsta fjármögnun sem ís­lenskt fyr­ir­tæki hef­ur fengið vil­yrði fyr­ir hjá sjóðnum. Fjár­mun­irn­ir verða notaðir til þess að hefja næsta þró­un­ar­fasa á nýju lyfi fyr­ir­tæk­is­ins við ætt­gengri ís­lenskri heila­blæðingu. Rann­sókn­ir AT sýna einnig fram á virkni lyfs­ins gegn heila­bil­un af öðrum or­sök­um, þ.á.m. alzheimer-sjúk­dómn­um. Sjá nánar í frétt á mbl.is.

Comments


bottom of page