top of page

Einkaleyfi í heilsutækni - strategísk ráð


Mynd: www.hugverk.is

Er hægt að verja allar uppfinningar með einkaleyfum?

Hvað með gagnagreiningu og vinnslu upplýsinga, tölvuforrit og kerfi?

Hvenær er rétt að sækja um?

Hvers þarf að gæta?


Þessara spurninga og fleiri hafa margir spurt sig og munum við leitast við að svara þeim á næsta morgunfundi okkar 1. febrúar. Einar Karl Friðriksson frá Árnason Faktor mun halda stutt erindi og sömuleiðis sitja í pallborði ásamt öðrum aðildarfélögum okkar sem hafa skoðað hverjir þeirra möguleikar eru til hugverkaverndar fyrir sína vinnu.

Einnig verður kynnt ný skýrsla frá Hugverkastofu um erlendar einkaleyfisumsóknir íslenskra fyrirtækja á sviði lífvísinda.


Húsið opnar kl. 08:15 með morgunmat og kaffi.

Fundurinn hefst síðan stundvíslega kl. 08:45.


Dagskrá:

08:15 Hús opnar 08:45 Velkomin 08:50 Hugverkastofa: Kynning á skýrslu um erlendar einkaleyfisumsóknir íslenskra fyrirtækja á sviði lífvísinda. 09:05 Árnason Faktor: Einkaleyfi í heilsutækni - strategísk ráð. 09:20 Pallborð: Hugverkastofa, Árnason Faktor, Páll Ragnar Jóhannesson - Oculis, Kristján Gunnarsson - ArcanaBio, Baldur Þorgilsson - Kiso. 09:50 Lokaorð


Skráning á fundinn fer fram hérna.

Comments


bottom of page