top of page

Eastern Health - Tækifæri fyrir fyrirtæki í heilsutækni í Kanada

Íslandsstofa stendur fyrir kynningu í samstarfi við sendiráð Íslands í Kanada á prógramminu Eastern Health, en verkefnið aðstoðar fyrirtæki við að komast inn í kanadíska heilbrigðiskerfið.

Kynningin verður haldin fimmtudaginn 9. febrúar kl 16.00 í Grósku, í húsnæði Íslandsstofu, Bjargargötu 1 á 4. hæð. Fulltrúar frá Eastern Health Labrador og Eastern Health í Nýfundnalandi munu koma og kynna hvað prógrammið hefur upp á að bjóða fyrir íslensk heilbrigðistæknifyrirtæki og tækifæri því tengdu. Eastern Health hefur einnig aðstoðað fyrirtæki við að finna viðeigandi fjárfesta. Eftir kynninguna mun Kjartan Þórsson frá Nordverse deila reynslu sinni af því að taka þátt í verkefninu.

Viðburðurinn endar á léttum veitingum þar sem gefst tækifæri til að spjalla og spyrja spurninga. Skráningarhlekkur er hérna. Nánari upplýsingar veitir Tinna Hrund Birgisdóttir, verkefnastjóri á sviði hugvits og tækni, tinna@islandsstofa.is.



Yorumlar


bottom of page