top of page

Bætt lýðheilsa og kynning á skýrslu um heilsu- og líftækni

Næsti málefnafundur Heilsutækniklasans verður miðvikudaginn 11. janúar. Þema fundarins er bætt lýðheilsa, auk þess sem kynnt verður nýútgefin skýrsla um heilsu- og líftækni á Íslandi

Við opnum fundinn með stuttum inngangi frá lýðheilsusviði Embættis landlæknis, eftir það verður spjallborð með fulltrúum aðildarfélaga sem ræða sín á milli þau fjölbreyttu áhrif sem nýsköpun getur haft á bætta lýðheilsu. Í lok fundar verður kynnt útgáfa skýrslu um stöðu heilsu- og líftækni á Íslandi. Skýrslan er unnin af Aton.JL fyrir Heilsutækniklasann.


Húsið opnar kl. 08:15 með ferskum morgunmat og kaffi. Fundurinn hefst síðan stundvíslega kl. 08:45.


Dagskrá: 08:15 Hús opnar 08:45 Velkomin 08:50 Embætti landlæknis - lýðheilsusvið 09:00 „Hvernig leiðir nýsköpun í heilsu- og líftækni til bættrar lýðheilsu?“ Spjallborð með fulltrúum frá Mín líðan, Proency, Beanfee og Florealis 09:30 Kynning á skýrslu um heilsu- og líftækni á Íslandi 09:50 Lokaorð


Skráningarform fundarins má finna hérna.

Kommentarer


bottom of page