top of page

Alþjóðleg lyfjafyrirtæki eiga flest einkaleyfi og skráð vörumerki hér á landi

Alþjóðleg lyfjafyrirtæki skipa öll efstu fimmtán sætin á lista yfir þau fyrirtæki sem eiga flest einkaleyfi hér á landi. Níu af þeim fimmtán fyrirtækjum sem eiga flest skráð vörumerki eru einnig alþjóðleg lyfjafyrirtæki. Fyrirtæki í líf- og heilsutækni eru einnig áberandi í hópi þeirra íslensku fyrirtækja sem eiga flest einkaleyfi. Þessar upplýsingar og margt fleira má finna í nýútgefinni gagnvirkri tölfræði á vef Hugverkastofunnar.


Alls eru skráð tæplega 9.500 einkaleyfi á Íslandi (þar af 5209 í flokki lyfja) og ríflega 60.000 vörumerki. Hönnunarskráningar eru ríflega 1.400.

Meira um þetta má lesa í frétt á vef Hugverkastofunnar.


Comments


bottom of page