top of page

Þátttakendur í Lausnarmóti Heilsutækniklasans

Okkur er sönn ánægja að kynna til leiks þátttakendur í Lausnarmóti Heilsutækniklasans 2023. Alls bárust 20 umsóknir í 12 af 13 áskorunum og hafa 6 teymi verið valin til þátttöku. Vinna teymanna með samstarfsaðilum okkar hjá Embætti landlæknis, Landspítala og Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins hefur farið vel af stað og erum við spennt að fylgjast með næstu vikur.


DataLab - Afbókanir á göngudeild

Markmið lausnarinnar er að taka upplýstar gagnadrifnar ákvarðanir varðandi skipulag og tímabókanir á geðdeild og nýta lausnina til að fylla betur í auð pláss og draga úr afbókunum með því að hafa samband við þá sem eru taldir líklegir til að afbóka.


Dicino - Heilsuvera ytri vefur

Dicino notar nútímatækni til að færa skráningarvinnu yfir á sjúklinginn til þess minnka álag á lækna og gefur þeim meira öryggi og frekari tíma til að sinna hverjum sjúklingi fyrir sig. Afurðin er þróað spurningakerfi fyrir sjúklinga óháð tungumáli.


Proency - Heilsuvera ytri vefur

Núverandi hugbúnaður Proency hefur eiginleika fyrir einstaklinga til að svara spurningalistum þar sem einstaklingar stunda sjálfsmat á sjálfum sér. Þetta auðveldar heilsugæslunni til að meta þörf skjólstæðinga eftir niðurstöðum sjálfsmatsins.


Leviosa - Birting samtengdrar sjúkraskrár

Leviosa er að þróa sjúkraskrárkerfi og skráningarmódul sem getur talað við undirliggjandi sjúkraskráningarkerfi í gegnum vefþjónustur, t.d. Sögu. Leviosa er hannað eftir þörfum heilbrigðisstarfsmanna og því sniðið að þeirra þjónustu til að einfalda skráningavinnu og veita betri þjónustu við sjúklinga.


Origo - Staðsetningalausnir fyrir Landspítala

Um er að ræða RFID (radio frequency identification) lausn sem fylgist með staðsetningu og hreyfingu búnaðar um rými sjúkrahússins. Lausnin er bæði vélbúnaður, hugbúnaður og rekstrarvara sem nota RFID- og Bluetooth-merki til að staðsetja búnað og annað sem þurfa þykir.


Data Dwell - Opinn flokkur

Salesforce Health Cloud er heilsutæknilausn, sem gerir heilbrigðisstarfsfólki kleift að hafa aðgang að öllum upplýsingum um sjúklinga á einum stað. Það hjálpar heilbrigisstarfmönnum að hafa heildarsýn yfir skjúkraskrár og það hjálpar að taka réttari ákvarðanir í meðferð sjúklinga.Teymin í Lausnarmótinu munu kynna afrakstur vinnu sinnar á Nýsköpunarvikunni sem haldin verður vikuna 22.-26. maí. Við verðum með viðburð í Grósku 22. maí kl. 11:30 sem öll eru velkomin á. Við munum auglýsa viðburðin sérstaklega síðar en endilega takið daginn frá.

Комментарии


bottom of page